Framkvæmdir hafa staðið yfir í Braggaparkinu á Akureyri síðan 25. september síðastliðinn en þá flæddi inn í húsnæðið þegar óveður reið yfir bæinn. Stefnt er að því að opna svæðið á ný næsta föstudag.
Sjá einnig: Myndir og myndbönd: Veðrið á Akureyri 25. september
Nýjar plötur hafa verið lagðar í salinn og svæðið hefur tekið töluverðum útlitsbreytingum. Með breytingunum kemur nýtt svæði sem kallast Gryfjan og því svæði verður hægt að breyta reglulega.
Þá ákvað Eiríkur Helgason, umsjónarmaður hjólabrettagarðsins, að bera olíu og smá lit á plöturnar. Nú eru plöturnar dökkar á litinn og segir Eiríkur að svæðið svipi nú meira til alvöru götu-hjólabrettagarðs.
UMMÆLI