NTC

Framkvæmdir á hjúkrunarheimilinu HlíðLjósmynd: Akureyrarbær

Framkvæmdir á hjúkrunarheimilinu Hlíð

Akureyrarbær og ríkið hafa náð samkomulagi vegna framkvæmda við Hlíð. Gert er ráð fyrir því að heildarkostnaður verði 1.250 milljónir krónur, sem greiðist úr ríkissjóði, verklok eru áætluð fyrir lok næsta árs. Verkinu er stýrt af Framkvæmdasýslu ríkisins og er það þegar hafið. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðssins, einnig segir þar:

„Með framkvæmdunum verður húsnæði Hlíðar komið í ásættanlegt og betra horf, m.a. með nauðsynlegum viðgerðum á þökum, gluggum og lögnum, endurbótum á brunavörnum o.fl. Þá verða gerðar ýmsar endurbætur á rýmum með hliðsjón af þeim kröfum til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum sem gerðar eru í viðmiðum heilbrigðisráðuneytisins.“

Sambíó

UMMÆLI