Framhaldsskólanemar á Húsavík og í Versló sigruðu Bréfamaraþon Amnesty

Mynd: Amnesty.is

Íslandsdeild Amnesty International heldur á hverju ári Bréfamaraþon þar sem samtökin hvetja einstaklinga til að taka höndum saman og styðja við bakið á þolendum mannréttindabrota með pennann að vopni. Einnig er efnt til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um mestan fjölda undirskrifta á Bréfamaraþoni samtakanna.

Keppt er í tveimur flokkum, í söfnun flestra undirskrifta og í söfnun flesta undirskrifta miðað við nemendafjölda. Aldrei hafa fleiri skólar tekið þátt en í ár en nemendur úr 36 framhaldsskólum svöruðu kallinu og söfnuðu 23.026 undirskriftum með ákalli um úrbætur í ellefu málum sem samtökin tóku upp að þessu sinni.

Nemendur við Verzlunarskóla Íslands söfnuðu flestum undirskriftum í keppninni en þeir söfnuðu samtals 6.250 undirskriftum. Framhaldsskólinn á Húsavík náði besta árangri miðað við nemendafjölda og söfnuðust 636 undirskriftir sem gera 6,84 undirskriftir á hvern nemenda.

Þetta er annað árið í röð sem Framhaldskólinn á Húsavík vinnur þennan flokk. Nemendur skólans tóki við viðurkenningur í upphafi árs. Þar fóru þau: Margrét Nína Sigurjónsdóttir, Iðunn Bjarnadóttir, Birta Guðlaug Sigmarsdóttir, Særún Nanna Brynjarsdóttir og Huginn Ágústsson fyrir nemendahópnum. Met skólans frá því í fyrra var bætt undir forystu þessara öflugu mannréttindasinna.

Nemendur í framhaldsskólum og félagsmiðstöðvum landsins skrifuðu tæplega helming allra þeirra bréfa sem send voru frá Íslandi til stuðnings þolendum mannréttindabrota.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó