NTC

Framboðslisti L-listans á Akureyri samþykktur

Framboðslisti L-listans á Akureyri samþykktur

Framboðslisti L-listans á Akureyri er klár fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Gunnar Líndal Sigurðsson leiðir listann. Hulda Elma Eysteinsdóttir er í öðru sæti og Halla Björk Reynisdóttir í því þriðja. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan.

„L-listinn býður fram öflugan hóp af fólki til starfa fyrir bæjarfélagið í sveitastjórnarkosningunum í vor. Þrjú af sex efstu sætum eru skipuð kraftmiklu nýju fólki sem verða studd af reynsluboltum fyrri ára. Eins og alltaf stendur L-listinn fyrst og fremst fyrir hag bæjarbúa og styrkur listans liggur í að virkja gott fólk til góðra verka,“ segir í tilkynningu.

„Á síðasta kjörtímabili hefur L-listinn átt frumkvæðið að djörfum breytingum á starfsháttum bæjarstjórnar á erfiðum tímum og við teljum að bæjarfélagið sé að sjá afraksturinn af því nú. Skilyrði til endurbóta og bættrar þjónustu við bæjarbúa eru mun betri en mátti eiga von á og er það samstilltu átaki að þakka. Framboðslistinn fyrir kosningarnar 2022 endurspeglar þá stefnu L-listans að byggja á árangri síðustu ára á sama tíma og nýjum og ferskum hugmyndum er gefið brautargengi.“

Framboðslisti L-listans til sveitastjórnarkosninga árið 2022 er eftirfarandi:

  1. Gunnar Líndal Sigurðsson                 Forstöðumaður  
  2. Hulda Elma Eysteinsdóttir                 ÍAK Einkaþjálfari  
  3. Halla Björk Reynisdóttir                     Bæjarfulltrúi  
  4. Andri Teitsson                                     Bæjarfulltrúi  
  5. Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir                 Lífeindafræðingur  
  6. Geir Kristinn Aðalsteinsson               Mannauðsstjóri  
  7. Birna Baldursdóttir                             Íþróttafræðingur  
  8. Jón Þorvaldur Heiðarsson                  Lektor HA  
  9. Sigríður María Hammer                     Viðskiptafræðingur  
  10. Hjálmar Pálsson                                  Sölumaður  
  11. Ýr Aimée Gautadóttir Presburg        Stjórnmálafræði nemandi  
  12. Víðir Benediktsson                             Skipstjóri  
  13. Ólöf Inga Andrésdóttir                       Skólastjóri  
  14. Arnór Þorri Þorsteinsson                   Verkefnastjóri  
  15. Brynhildur Pétursdóttir                      Framkvæmdastjóri  
  16. Helgi Haraldsson                                 Tæknifræðingur  
  17. Anna Fanney Stefánsdóttir                Sjúkraliði  
  18. Sæbjörg Sylvía Kristjánsdóttir           Rekstrarfræðingur  
  19. Preben Jón Pétursson                        Frv. bæjarfulltrúi 
  20. Anna Hildur Guðmundsdóttir           Frv. bæjarfulltrúi 
  21. Matthías Rögnvaldsson                     Frv. bæjarfulltrúi 
  22. Oddur Helgi Halldórsson                   Frv. bæjarfulltrúi 
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó