Frábær byrjun Odds hjá Balingen

Oddur Gretarsson

Akureyringa liðið Balingen hefur farið vel af stað í þýsku 2. deildinni í handbolta undir stjórn Rúnars Sigtryggsonar. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Oddur Gretarsson gekk til liðs við liðið fyrir tímabilið og hefur farið á kostum í upphafi móts. Oddur hefur verið markahæsti leikmaður liðsins í öllum þremur leikjum vetrarins og hefur nú skorað 23 mörk. Um helgina tók liðið á móti Rhein Vikings og vann fimm marka sigur þar sem Oddur skoraði 9 mörk. Hinn Akureyringurinn í liðinu, Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 1 mark.

Þá fór Arnór Þór Gunnarsson mikinn með sínu liði Berg­ischer sem vann ör­ugg­an tíu marka sig­ur á Dessau­er, 35:25. Berg­ischer er líkt og Balingen með fullt hús stiga eft­ir þrjá leiki.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó