Ungir iðkendur hjá Ungmennafélagi Akureyrar stóðu sig með prýði á Íslandsmóti 11 til 14 ára í frjálsum íþróttum sem fór fram á Sauðárkróki um helgina.
UFA endaði í þriðja sæti yfir stigahæstu félög á mótinu. 11 ára strákar hjá félaginu urðu stigahæstir í sínum aldursflokki.
„Það er frábær árangur og eftirtektarvert að stór hluti keppenda er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun og keppni. Þennan góða árangur má meðal annars þakka frábærum þjálfurum félagsins,“ segir í tilkynningu.
Þeir sem unu til verðlauna fyrir UFA á mótinu eru eftirtaldir:
11ára:
Tóbías Þórarinn: langstökk: 4,32 -1. sæti
spjótkast: 22,83 -1.sæti
60 m. 8,85 – 2.sæti
Garðar Atli: kúluvarp: 8,91 – 1. sæti
Ólaf Gridziejko: spjótkast :19,92 – 2.sæti
kúluvarp : 8. 26 – 3. sæti
12 ára:
Aníta Lind: hástökki : 1,42 1. sæti
Brynjar Páll: 60 m. : 8,32 1. sæti
langstökk : 4,72 1.sæti
hástökk : 1,52 2.sæti
Sveinborg Lilja: spjótkast : 19,32 2. sæti
13 ára:
Elena Soffía: spjótkast : 26,39 1. sæti
14 ára:
Róbert Mackay: 100m : 12,26 : 1. sæti
Alexander Breki: kúluvarp : 10,06 : 3.sæti
11 ára strákar fengu silfur í boðhlaupi
UMMÆLI