Frábær árangur hjá UFA á Meistaramóti 15 til 22 ára

Frábær árangur hjá UFA á Meistaramóti 15 til 22 ára

Helgina 18. til 20. mars síðastliðinn fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll, Reykjavík. UFA átti 5 keppendur á mótinu, þau Árnýju Helgu Birkisdóttur, Birni Vagn Finnsson, Sigurlaugu Önnu Sveinsdóttur, Róbert Mackay og Tjörva Leó Helgason.

Þjálfarinn þeirra hann Guðmundur Daði Kristjánsson fylgdi hópnum. Skemmst er frá því að segja að þau náðu í sjö Íslandsmeistaratitla í sínum aldurshópum, sem verður að teljast glæsilegur árangur. UFA varð í sjötta sæti í stigakeppninni af tíu liðum.

Hópurinn stóð sig mjög vel, mikið um persónulegar bætingar og bestu tíma á árinu.

Eftirfarandi árangur keppenda var þessi:
Árný Helga Birkisdóttir: Langstökk: 3,81m, 9.sæti, kúluvarp: 6,84m, 12.sæti.

Birnir Vagn Finnsson: 60m: 7,09, 1.sæti, hástökk: 1,85m, 2.sæti, þrístökk: 11,63, 1.sæti, kúluvarp: 11,31m, 2.sæti, 60m grindahlaup: 8,47, 1.sæti, langstökk: 6,66, 1.sæti.

Róbert Mackay: 60m: 7,31, 1.sæti, 400m: 53,76, 2.sæti, langstökk: 5,22, 9.sæti, 60m grindahlaup: 9,14, 2.sæti, 200m: 23,83, 1.sæti.

Sigurlaug Anna Sveinsdóttir: 60m: 8,26, 4.sæti, 400m: 62,28, 1.sæti, kúluvarp: 11,39, 4.sæti, 200m: 27,66, 4 sæti, langstökk: 4,73, 4.sæti.

Tjörvi Leó Helgason: 60m: 8,16, 9.sæti, hástökk: 1,62, 7.sæti, þrístökk: 10,71, 3.sæti, langstökk: 4,92, 11.sæti.

Það er því ljóst að framtíðin er björt hjá þessum fyrirmyndar ungmennum hjá UFA og gaman verður að fygjast með þeim á komandi mótum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó