NTC

Fótboltaveisla í Boganum í dag

Þríhöfði í Boganum.

Það verður blásið til fótboltaveislu í Boganum á Akureyri seinni partinn í dag þar sem blásið verður til leiks í Lengjubikar karla og Lengjubikar kvenna heldur áfram að rúlla.

Pepsi-deildarlið KA hefur leik klukkan 16:15 þegar þeir mæta öðru Pepsi-deildarliði, Víking frá Reykjavík en liðin leika í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins.

Fljótlega í kjölfarið af leik KA og Víkings, eða klukkan 19:00, er svo komið að stórleik í A-deild Lengjubikars kvenna þegar Þór/KA mætir Val. Keppni í Lengjubikar kvenna hófst um síðustu helgi þegar Þór/KA vann 5-1 sigur á FH. Á sama tíma vann Valur 6-3 sigur á ÍBV.

Sjá einnig: Þór/KA skoraði fimm í fyrsta leik ársins – Myndband

Veislunni lýkur svo með leik Inkasso-deildarliðanna Þórs og HK en hann hefst klukkan 21. Þau leika í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins en alls eru fjórir riðlar í A-deildinni.

Sambíó

UMMÆLI