Forseti Íslands afhenti sjúkarhúsinu ferðafóstru

Forseti Íslands afhenti sjúkarhúsinu ferðafóstru

Síðastliðin laugardag var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson viðstaddur er Hollvinasamtök SAk afhentu Sjúkrahúsinu á Akureyri nýja ferðafóstru sem samtökin höfðu safnað fyrir.

Forsetinn heimsótti einnig fæðingadeildina, barnadeildina og gjörgæsludeildina og var ánægður með þær móttökur og þær upplýsingar sem hann fékk frá forsvarsmönnum.

Ferðafóstra er ferðagjörgæsla fyrir nýbura sem þarf að flytja í sjúkrabílum, flugvélum eða þyrlum vegna mikilla veikinda og er bráðnauðsynlegur búnaður fyrir sjúkrahúsið. Þetta er eitt af kostnaðarsamari verkefnum samtakanna hingað til en ferðafóstran kostar í kringum 30 milljónir.

Ferðafóstran er eitt stærsta verkefni Hollvina SAk til þessa. Hollvinir SAk eru frjáls félagasamtök sem hafa það markmið að stuðla að bættum lækningatækjaútbúnaði á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Myndir frá afhendingunni má sjá hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó