Addi og Binni halda áfram að rifja upp nokkrar vel valdar ferðir forseta íslenska lýðveldisins norður yfir heiðar á árunum 1951 – 2017. Rauði þráðurinn er ferðalag frú Vigdísar Finnbogadóttur um Norðurland sumarið 1981. Í þessum framhaldsþætti rifja þeir félagar einnig upp ferðalög Kristjáns Eldjárn, Ólafs Ragnars og Guðna Th. um Eyjafjörð. Við sögu koma silfursjóður, berklar, pizzur, málverk, Bretaprins og fleira góðgæti.
Þátturinn er tekinn upp í Stúdíó Sagnalist í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Arnar og Brynjar eru á heimilislegum nótum þar sem þeir spjalla um gengnar kynslóðir og gleymda atburði yfir kaffibolla. Sannar og lognar sögur af aðli og almúga með Adda og Binna í hlaðvarpi Sagnalistar.
UMMÆLI