Foropnun í Hlíðarfjalli í dag

Mynd af Facebook síðu Hlíðarfjalls

Í dag verður fyrsta opnun vetrarins í Hlíðarfjalli. Þetta var tilkynnt á Facebook síðu skíðasvæðisins í gær. Opið verður í fjallinu frá klukkan 11:00 til 15:00. Einungis verður opið í Fjarkanum og aðeins hægt að skíða meðfram honum í Andrésarbrekkunni.

Fólki er boðið frítt í skíðalyftuna og einnig verður sporaður hluti af göngubrautinni. Skíðaleiga og veitingasala verður ekki opnuð í dag. Reikna má með að Hlíðarfjall opni svo opinberlega næsta fimmtudag, 30. nóvember.

 

VG

UMMÆLI