Framsókn

Fornleifafræðingur sem lætur sig varðveislu stríðsminja varða

Fornleifafræðingur sem lætur sig varðveislu stríðsminja varða

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir er fornleifafræðingur. Hún er deildarstjóri fornleifadeildar hjá Náttúrufræðistofu Vestfjarða. Margrét er frá Hveragerði, hún býr á Suðurlandi en er með skrifstofu á Selfossi. Síðast en ekki síst tilheyrir hún hópi Varðveislumanna minjanna sem hefur bækistöðvar á Akureyri. Í frítímanum sinnir hún varaformennsku í Íslenska flugsögufélaginu.

Margrét lætur sig varðveislu stríðsminja varða. Í nýjum þáttum af Leyndardómum Hlíðarfjalls segir hún frá skoðunum sínum á regluverkinu þegar kemur að varðveislu stríðsminja á Íslandi og miklum áhuga á herdóti og flugvélapörtum sem hún hefur fundið í starfi sínu sem fornleifafræðingur og tilheyrðu vélum í seinni heimsstyrjöldinni. Fleira ber á góma svo sem niðurrif á ómetanlegum stríðsminjum og horfnar byssur setuliðsins.

Leyndardómar Hlíðarfjalls 2021 eru samstarfsverkefni Sagnalistar og Grenndargralsins. Þættirnir fara í loftið föstudaginn 3. desember.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó