Formflæði opnar í Hofi á laugardaginn

Formflæði opnar í Hofi á laugardaginn

Sýning myndlistakonunnar Dagrúnar Matthíasdóttur, Formflæði, opnar í Menningarhúsinu Hofi 28. maí og stendur til 15. ágúst. 

Dagrún er búsett á Akureyri og er starfandi listamaður og myndmenntakennari. Árið 2021 fékk hún þann heiður að vera tilnefnd Bæjarlistamaður Akureyrar og er sýningin Formflæði hluti af því starfstímabili.

„Við gerð listaverkanna vann ég með þemað form, flæði og einföldun og tókst á við bæði óreiðukennda málun og taktfasta samsetningu forma sem gefa stefið í sýningunni. Málverkin eru hvorki háð merkingunni né frásögn heldur túlka þau sitt eigið stef, eru tilraunakennd og skipulögð í senn. Formin raðast saman eftir dintum listamannsins og er leikur að samsetningu og endurtekningu í frjálsu og litríku flæði, þar sem hver og einn getur skapað sinn eigin spuna í túlkun málverkana,“ segir Dagrún.

Í grafíkverkunum er það einfaldleikinn sem móti verkin og eru það sömu formin og sjást í málverkunum. Útsöguð formin sem notuð voru til prentunar fái einnig að njóta sín á sýningunni í formi lágmynda.

Sýningin opnar á laugardaginn klukkan 14. Öll velkomin. 

Sambíó

UMMÆLI