NTC

Formaður nemendafélags VMA rólegur yfir mögulegri lokun skólans

Formaður nemendafélags VMA rólegur yfir mögulegri lokun skólans

Verkmenntaskólinn á Akureyri á í miklum fjárhagserfiðleikum um þessar mundir og er búið að loka á fjárframlög frá ríkinu til skólans.

Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, sagði í samtali við Vísi í gær að í kjölfarið af þessum fréttum væri búið að setja bann við öll innkaup og það myndi fljótlega hafa mikil áhrif á námið. Svo mikil að þau gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku.

kristjan-blaer

Kristján Blær

Kristján Blær Sigurðsson er nemandi við skólann og er jafnframt formaður nemendafélagsins. Kristján segir að fólk innan skólans sé alls ekki sátt við þá stöðu sem upp er komin en sá peningur sem skólanum er úthlutað frá ríkinu dugi rétt svo fyrir nauðsynlegum kostnaðarliðum.

Hann er ósáttur við framgang ráðamanna en kveðst engu að síður vera nokkuð rólegur yfir gangi mála.

 ,,Skólameistari hélt fund með starfsmönnum skólans í gærmorgun, sem var alls enginn krísufundur heldur bara til að segja frá stöðunni og segja fólki að vera rólegt. Það hefur einhver einn starfsmaður ekki verið rólegur og hringt í Vísi,“ segir Kristján Blær.

Hann segir að fréttir um mögulega lokun skólans hafi áhrif á nemendur.

 ,,Flestir eru rólegir. Reyndar eru sumir nemendur stressaðir yfir lokun skólans en það er eitthvað sem mun varla gerast,“ segir Kristján Blær í samtali við Kaffið.

Sambíó

UMMÆLI