Framsókn

Formaður KFA reynir að safna undirskriftum á sjomlatips: ,,Kelling á Akureyri reynir að banna lyftingar“

Grétar Skúli hefur háð baráttu við Akureyrarbæ fyrir hönd KFA.

Kaffið hefur verið að fjalla mikið um mál KFA og Akureyrarbæjar síðustu daga en félagið er mjög ósátt við bæinn vegna þess hversu lítið fjárframlag það er að fá til þess að standa undir kostnaði.
Stjórnarmenn KFA hafa tjáð sig opinberlega og meðal annars stofnað undirskriftarlista til þess að fá Akureyrarbæ til að endurskoða afstöðu sína. Silja Dögg, bæjarfulltrúi, svaraði KFA einnig opinberlega.

Þegar fréttin er skrifuð hafa 393 skrifað undir listann. Grétar Skúli Gunnarsson, formaður KFA, hefur verið einn þeirra fremstu í baráttu KFA við bæinn og reynir nú að safna fleiri undirskriftum.
Þá deildi hann listanum inn á facebook hópinn Sjomlatips, sem er hópur á facebook fyrir stráka eingöngu og er í rauninni eins og landsfrægi hópurinn Beauty tips.
Þar skrifar Grétar með deilingunni:
,,Kelling á Akureyri að reyna að banna lyftingar! Ert þú ósammála Sillu?“

Skjáskot af Sjomlatips.

Hér að neðan má sjá alla umfjöllun Kaffisins í málinu:

Akureyrarbær vill ekki styrkja KFA – Persónuleg framlög halda félaginu af götunni

KFA hefur sett undirskriftalista af stað gegn Akureyrarbæ

KFA hefur val um að fara í Laugargötu endurgjaldslaust eða fá 4 milljónir á ári frá Akureyrarbæ

Að hagræða staðreyndum

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó