Það er býsna margt um að vera á Akureyrarvöku um helgina, þ.á.m. þessi óvenjulega og spennandi listasýning sem ber nafnið: Fólkið í bænum sem ég bý í. Það er Fluga hugmyndahús sem stendur fyrir sýningunni, þau Birna Pétursdóttir og Árni Theodórsson.
Fólkið í bænum sem ég bý í er óvenjuleg og spennandi listasýning sem samanstendur af 8 listrænum ör-heimildamyndum. Í hverri mynd verður sjónum beint að einum einstakling í bænum (Akureyri). Einstaklingarnir átta eru 4 konur og 4 karlar, á ólíkum aldri og með ólikan bakgrunn, en sameiginlegi flöturinn er búseta þeirra á Akureyri. Jafnframt verða munir úr þeirra eigu og fleira til sýnis ásamt ljósmyndum eftir Daníel Starrason.
Sýningin opnar í kvöld, 25. Ágúst, kl 20:30 á Ráðhústorgi 7 (inn um rauðu dyrnar) þar sem léttar veitingar verða í boði.
UMMÆLI