NTC

Fólki fækkar í Grímsey

Fyrir tæpum tveimur árum var gripið til aðgerða til þess að styðja við byggð í Grímsey en það er ljóst að þær aðgerðir hafa ekki enn borið árangur. Fólki fækkar töluvert á eyjunni og þá sérstaklega ungu fólki því það flytur flest frá eyjunni þegar það eldist. Þá ákvað ríkisstjórnin að 400 tonna byggðakvóti yrði veittur til Grímseyjar, ferðum Grímseyjarferjunnar fjölgað og flugfargjöld til íbúanna lækkuð. Þetta virðist ekki hafa dugað til þar sem aðeins 67 íbúar voru með lögheimili í Grímsey þann 1. janúar á þessu ári. Í grunnskóla Grímseyjar eru aðeins fjórir nemendur og enginn yngri en 10 ára. Til viðbótar eru aðeins tvö börn á leikskólaaldri á eyjunni.

Jóhannes Henningsson, formaður umhverfisráðs Grímseyjar, sagði í kvöldfréttum Rúv að of seint hafi verið gripið til aðgerða eftir að Grímsey og Akureyri sameinuðust. Grímsey vanti einfaldlega fleira fólk, sérstaklega ungt fjölskyldufólk.
Ferðaþjónustan er í miklum blóma á eyjunni og mest er að gera í útgerðinni á veturnar en þar snýst allt í kringum fiskveiðar.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó