Framsókn

„Fólk er að halda miklu lengur í flíkurnar og láta laga þær því það vill ekki vera að sóa“

„Fólk er að halda miklu lengur í flíkurnar og láta laga þær því það vill ekki vera að sóa“

Í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Í vinnunni með Jóhanni Auðunssyni á KaffiðTV kíkir Jóhann í heimsókn í Litlu Saumastofuna á Akureyri og ræðir við Svövu Daðadóttur eiganda og saumakonu um starfsemina.

Svava segir að það hafi aukist mikið undanfarin ár að fólk sé að koma með flíkurnar sínar og láta laga þær í staðinn fyrir að kaupa nýtt. Hún segir að sá hugsunarháttur sé sérstaklega áberandi hjá yngri kynslóðinni.

Sjá einnig: KaffiðTV hefur göngu sína í dag

„Það er svona mjög góð hugsun hjá þeim sko. Við reynum að laga allt og það er ekki margt sem við getum ekki lagað en það kemur fyrir að flíkin er alveg ónýt, en það er ekki oft,“ segir Svava meðal annars en þáttinn í heild sinni má horfa á í heild sinni hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI