NTC

Fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar eftir ísbjarnarárásMynd: Arctic Command

Fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar eftir ísbjarnarárás

Ísbjörn réðst á danskan kvikmyndagerðamann á Grænlandi. Hann var í kjölfarið fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar þar sem farið var með hann á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri. Frá þess­u er greint á Fac­e­bo­ok-síðu Arctic Command.

Maðurinn dvaldi í rann­sókn­ar­kof­a á veg­um Há­skól­ans í Ár­ós­um á austurstönd Græn­land­s ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Aðfaranótt mánudags fengu mennirnir heldur óskemmtilega heimsókn. Einn þeirra vaknaði við ísbjörn sem hafði brotist inn um glugga í herbergi hans. Ís­björn­inn réðst á mann­inn og beit í vinstr­i hönd hans en félagar hans vöknuðu við sársaukaópin. Þeim tókst þá að reka ís­björn­inn á brott og bjarga félaga sínum með blys­byss­u.

Fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar

Kof­inn sem menn­irn­ir dvöld­u í er í um 400 metr­a fjar­lægð frá dönsk­u her­stöð­inn­i Dan­e­borg. Mennirnir óskuðu eftir aðstoð Síríus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum. Liðsmenn sveitarinnar fluttu þá hinn særða á herstöðina og þar gerðu hermenn að sárum mannsins með lækni í Danmörku sér til aðstoðar. Það þótt­i ekki duga til og var hann því flutt­ur með sjúkr­a­flug­i til Akur­eyr­ar. Þar var gert að sár­um hans en hann sner­i síðan aft­ur til Græn­lands.

Í samtali við fréttastofu Vísis segir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, að ísbjarnarbit séu ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka. „En ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður.

Vandræðabjörn

Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir varir við ferðir sama ísbjörns. Þeir höfðu þá samband við Sír­í­us og greind­u frá því að björninn hefð­i snú­ið aft­ur. Her­menn voru send­ir á stað­inn og fæld­u björn­inn í burt­u. Ísbjörninn var þó ekki leng­i að snúa aft­ur og skemmd­i rúðu á kof­an­um en mönn­un­um tókst að hrekj­a hann á brott.

Að sögn Arctic Command hefur björninn fimm sinn­um áður ver­ið til vand­ræð­a. Hann hefur nú verið flokk­að­ur af græn­lensk­um stjórn­völd­um sem „vand­ræð­a­björn“ og er fólki nú heimilt að skjóta björninn ef hann nálgast svæðið aftur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó