Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum ofan Akureyrar í morgun. Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og meðal annars í öllum Eyjafirði. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Þar segir að alvarleg háspennubilun hafi orðið í tengivirkinu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti voru starfsmenn Rarik og Landsnets að skipta um spenni í tengivirkinu.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu RÚV var einn fluttur með sjúkrabíl af staðnum en ekki er vitað um líðan hans.