Einstaklingur var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás á Akureyri í nótt. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglunnar á Akureyri.
Ekki er talið að einstaklingurinn sé alvarlega særður eftir árásina. Eitthvað var um slagsmál á Akureyri í nótt og alls voru þrír í fangageymslum lögreglunnar á Akureyri eftir nóttina.
Jafnframt komu upp einhver fíkniefnamál og nokkrir voru teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.