Flutti Haraldur frá Espihóli Englandsdrottningu yfir Atlantshafið?

Jylland (til hægri) séð með augum listmálarans Carl Fredrik Sorensen

Maður er nefndur Haraldur Sigurðsson. Hann fæddist á Espihóli í Eyjafjarðarsveit þann 8. nóvember árið 1843. Faðir hans var Sigurður Sigurðsson timbursmiður, móðir hans hét Sigríður Hallgrímsdóttir. Um miðja öldina fluttu hjónin til Akureyrar þar sem þau bjuggu í allmörg ár ásamt þremur sonum og þremur dætrum.

Árið 1864 var Haraldur háseti á dönsku freygátunni Jylland sem smíðuð hafði verið fjórum árum áður. Hann tók þátt í frægri sjóorustu hennar við eyna Helgoland í Norðursjó í stríði Dana við Prússland og Austurríki þar sem Danir sigruðu á eftirminnilegan hátt.

Alexandra og Edward á brúðkaupsdaginn 10. mars 1863

Í tilefni af 90 ára afmæli sínu árið 1933 fór Haraldur yfir farinn veg og rifjaði upp eftirminnileg augnablik frá langri ævi. Auk orustunnar við Helgoland minntist hann siglingar sem hann fór með Jylland þann 7. mars 1863. Siglt var frá Danmörku til Englands. Um borð, ásamt Haraldi háseta frá Espihóli, var ung dönsk prinsessa, Alexandra að nafni. Hún var á leið til London að hitta tilvonandi eiginmann sinn, Edward VII prins af Wales. Þau giftust þremur dögum eftir að Jylland kom til Englands. Nokkrum árum síðar var Alexandra orðin Englandsdrottning.

Fór Haraldur með fleipur þegar hann sagðist hafa fylgt dönsku prinsessunni til Englands? Ljóst er að heimildum ber ekki saman með hvaða skipi Alexandra fór frá Danmörku þennan örlagaríka dag fyrir 155 árum. Hvað sem því líður leikur enginn vafi á því að Jylland flutti konungsborna manneskju frá Danmörku árið 1874 og það til Íslands þegar Kristján 9. Danakonungur kom í heimsókn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Hann hafði skjal meðferðis.

Ítarlegri umfjöllun um ævintýramanninn Harald má nálgast á heimasíðu Grenndargralsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó