Flugvél Norlandair nauðlenti á Akureyrarflugvelli í gær

Flugvél Norlandair nauðlenti á Akureyrarflugvelli í gær

Flug­vél Nor­landa­ir var nauðlent á Ak­ur­eyr­arflug­velli í gær eft­ir að hún missti afl í öðrum hreyfl­in­um. Rúv greindi fyrst frá. 

Sjö farþegar voru um borð í vélinni sem er frá Norlandair. Neyðarkall barst frá vélinni klukkan 12:15 og hún lenti heilu og höldnu rúmlega hálftíma síðar.

Friðrik Ad­olfs­son­, fram­kvæmd­ar­stjóri Nor­landa­ir, segir í samtali við mbl.is að flug­vél­in hafi verið á leið frá Þórs­höfn og Vopnafirði til Ak­ur­eyr­ar en hann seg­ist sjálf­ur ekki hafa vitað mikið um það sem skeði. Fulltrúar Rauða kross­ins mættu á vett­vang til þess að veita áfalla­hjálp.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó