Flugvél Norlandair var nauðlent á Akureyrarflugvelli í gær eftir að hún missti afl í öðrum hreyflinum. Rúv greindi fyrst frá.
Sjö farþegar voru um borð í vélinni sem er frá Norlandair. Neyðarkall barst frá vélinni klukkan 12:15 og hún lenti heilu og höldnu rúmlega hálftíma síðar.
Friðrik Adolfsson, framkvæmdarstjóri Norlandair, segir í samtali við mbl.is að flugvélin hafi verið á leið frá Þórshöfn og Vopnafirði til Akureyrar en hann segist sjálfur ekki hafa vitað mikið um það sem skeði. Fulltrúar Rauða krossins mættu á vettvang til þess að veita áfallahjálp.
UMMÆLI