Öllu flugi hjá Flugfélagi Íslands í dag hefur verið aflýst og öllu flugi Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur einnig. Aftakaveðri er spáð víða á landinu í dag og hefur það töluverð áhrif á samgöngur.
Þá hefur öllum strætóferðum til og frá Akureyri verið aflýst í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó eða á Twitter-síðu Strætó.
UMMÆLI