Flug SuperBreak frá Edinborg gat ekki lent á Akureyrarflugvelli

Áætlað flug bresku ferðaskrifstofunnar SuperBreak frá Edinborg til Akureyrar gat ekki lent á Akureyrarflugvelli í dag vegna veðuraðstæðna. Þetta er annað flug SuperBreak til Akureyrar á árinu en það fyrsta kom frá Cardiff síðastliðin föstudag.

Ferðaskrifstofan stendur fyrir allt að 50 flugferðum milli Bretlands og Akureyrar næsta árið. Flugvélin sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli í dag er nú lent í Keflavík. Farþegar sem áttu bókað flug frá Akureyrarflugvelli hafa fengið töskur sínar aftur og munu líklega þurfa að eyða nóttinni á hóteli.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó