NTC

Flúðu heimili sitt á Akureyri eftir líkamsárás og hótanir

Flúðu heimili sitt á Akureyri eftir líkamsárás og hótanir

Foreldrar á Akureyri neyddust til að flýja heimili sitt í vikunni í kjölfar líkamsárásar og umsáturs um helgina. Sigríður Breiðfjörð Róbertsdóttir segir í færslu á Facebook síðu sinni að hún hafi orðið fyrir líkamsárás á afmælistónleikum XXX Rottweiler hunda. Í færslunni lýsir hún árásinni og birtir myndir af áverkum sínum.

Í umfjöllun Vísis vegna málsins er haft eftir Margeiri Björgvinssyni, varðstjóra hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að málið sé komið á borð lögreglunnar.

Margeir segir á Vísi.is að þegar brotið hefur verið kært fari ákveðið ferli í gang og málið verði rannsakað með tilliti til þess. Spurður hvort lögregla hafi rætt við meintan geranda segist hann ekki geta upplýst um það hvað lögreglan hafi þegar gert.

Sigríður segir á Facebook að daginn eftir árásina hafi Hilmar, kærastinn hennar, fengið símhringingu frá manni sem hótaði þeim meira ofbeldi. Það hafi líklega verið til að koma í veg fyrir að þau myndu kæra. Í kjölfarið leituðu þau aðstoð lögreglu við að komast úr bænum.

„Við óskum eftir fleiri vitnum að atvikinu á tónleikunum og myndum eða myndböndum ef fólk á. Mér finnst líka mikilvægt vegna umræðunnar í samfélaginu að segja frá þessu. Sama morgun og ég vakna upp við það að hafa orðið fyrir líkamsárás lést ung stúlka eftir árás sem skekur allt samfélagið. Við verðum að gera betur,“ segir Sigríður.

Nánari umfjöllun um málið má lesa á Vísi.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó