Píeta

Fleygði Lögreglumanni í jörðina á bílastæði við Skipagötu

Fleygði Lögreglumanni í jörðina á bílastæði við Skipagötu

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sem átti sér stað síðasta sumar á bílastæði við Skipagötu á Akureyri. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra er því lýst hvernig málið bar að.

Lögreglu barst tilkynning um slagsmál við Backpackers í Hafnarstræti, þegar hún kom á staðinn kvaðst starfsmaður þar ekki geta sagt hver hefði átt hlut í slagsmálunum en eftir ábendingar sjónarvotta ákvað lögreglan að ræða við karlmanninn sem átti hlut að máli. Hann vildi ekki ræða við lögreglu og á að hafa spurt hvort hann væri handtekinn og þegar lögregla neitaði því á hann að hafa sagt „Þá er ég farinn“ og tekið upp síma sinn og gengið í burtu þegar lögregla tjáði honum að ætlun hennar væri að handtaka hann. Áframhaldandi kemur fram í dómnum:

Hafi lögregla gengið á eftir ákærða og óskað eftir að fá að ræða við hann. Að sögn lögreglumannsins hafi ákærði „stuttu síðar“ ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti. Hafi lögregla elt ákærða inn á bifreiðastæði við Skipagötu. Við það að lögreglumaðurinn hafi náð til ákærða hafi ákærði snúið sér við, gripið í vesti lögreglumannsins og skellt honum í jörðina og hafi ákærði lent ofan á lögreglumanninum. Greinir í lögregluskýrslu að lögreglumaðurinn hafi lent illa á hægri mjöðm og olnboga. Hafi ákærði í framhaldinu staðið upp og sveiflað höndum í átt að lögreglumanninum sem hafi varið sig með því að grípa í háls ákærða og spyrna í hann fótum.

Skömmu síðar hafi tveir lögreglumenn handtekið þann ákærða og vistað í fangaklefa.

Lögreglu og manninum ber ekki á sama um hvað gerðist en segir í dómnum: „Þá má nokkuð glöggt greina af upp­töku eft­ir­lits­mynda­vél­ar sem staðsett er við Skipa­götu hvar ákærði, að því er virðist, stöðvar skyndi­lega för sína, gríp­ur til lög­reglu­manns­ins og fell­ir hann eða dreg­ur hann niður á bíla­planið og má enn frem­ur vel greina að ákærði stend­ur hálf­ur yfir lög­reglu­mann­in­um sem ligg­ur á bak­inu.“

Lög­reglumaður­inn hlaut væga áverka en sá ákærði ber að greiða málsvarnarkostnað upp á rúmar 1,1 milljónir króna og sem áður segir þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

UMMÆLI

Sambíó