Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sem átti sér stað síðasta sumar á bílastæði við Skipagötu á Akureyri. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra er því lýst hvernig málið bar að.
Lögreglu barst tilkynning um slagsmál við Backpackers í Hafnarstræti, þegar hún kom á staðinn kvaðst starfsmaður þar ekki geta sagt hver hefði átt hlut í slagsmálunum en eftir ábendingar sjónarvotta ákvað lögreglan að ræða við karlmanninn sem átti hlut að máli. Hann vildi ekki ræða við lögreglu og á að hafa spurt hvort hann væri handtekinn og þegar lögregla neitaði því á hann að hafa sagt „Þá er ég farinn“ og tekið upp síma sinn og gengið í burtu þegar lögregla tjáði honum að ætlun hennar væri að handtaka hann. Áframhaldandi kemur fram í dómnum:
Hafi lögregla gengið á eftir ákærða og óskað eftir að fá að ræða við hann. Að sögn lögreglumannsins hafi ákærði „stuttu síðar“ ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti. Hafi lögregla elt ákærða inn á bifreiðastæði við Skipagötu. Við það að lögreglumaðurinn hafi náð til ákærða hafi ákærði snúið sér við, gripið í vesti lögreglumannsins og skellt honum í jörðina og hafi ákærði lent ofan á lögreglumanninum. Greinir í lögregluskýrslu að lögreglumaðurinn hafi lent illa á hægri mjöðm og olnboga. Hafi ákærði í framhaldinu staðið upp og sveiflað höndum í átt að lögreglumanninum sem hafi varið sig með því að grípa í háls ákærða og spyrna í hann fótum.
Skömmu síðar hafi tveir lögreglumenn handtekið þann ákærða og vistað í fangaklefa.
Lögreglu og manninum ber ekki á sama um hvað gerðist en segir í dómnum: „Þá má nokkuð glöggt greina af upptöku eftirlitsmyndavélar sem staðsett er við Skipagötu hvar ákærði, að því er virðist, stöðvar skyndilega för sína, grípur til lögreglumannsins og fellir hann eða dregur hann niður á bílaplanið og má enn fremur vel greina að ákærði stendur hálfur yfir lögreglumanninum sem liggur á bakinu.“
Lögreglumaðurinn hlaut væga áverka en sá ákærði ber að greiða málsvarnarkostnað upp á rúmar 1,1 milljónir króna og sem áður segir þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.
UMMÆLI