NTC

Flest­ir leik­menn í Bestu deild kvenna eru upp­al­d­ir á Ak­ur­eyri

Flest­ir leik­menn í Bestu deild kvenna eru upp­al­d­ir á Ak­ur­eyri

Flest­ir leik­menn í Bestu deild kvenna í fót­bolta á yf­ir­stand­andi keppn­is­tíma­bili eru upp­al­d­ir á Ak­ur­eyri. Þetta kemur fram í úttekt Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu. Þar segir að alls 25 leikmenn í deildinni komi frá Þór og KA og að flester þeirra spilið með sameiginlegu liði félaganna, Þór/KA.

Átján af þeim 23 kon­um sem hafa spilað með Þór/​KA í fyrstu sjö um­ferðum Bestu deild­ar­inn­ar í ár eru upp­al­d­ar á Ak­ur­eyri og sjö til viðbót­ar leika með öðrum liðum í deild­inni.Af þess­um 25 Ak­ur­eyr­ing­um í deild­inni eru sex­tán upp­al­d­ar hjá Þór og níu hjá KA.

Grein­ina í heild sinn má finna í Morg­un­blaðinu sem kom út á fimmtudaginn, 13. júní og þar má sjá hlut­fall upp­al­dra leik­manna í öll­um liðum Bestu deild­ar kvenna og hvaðan all­ir leik­menn deild­ar­inn­ar koma.

Mynd með frétt: Egill Bjarni Friðjónsson.

NTC netdagar
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó