Flestir áhorfendur hjá Þór/KA

Mynd: Palli Jóh

Þegar áhorfendatölur í Pepsi deild kvenna í sumar eru skoðaðar kemur í ljós að flestir áhorfendur sáu heimaleiki meistaraliðs Þórs/KA á Þórsvelli eða 5055. Páll Jóhannesson tók saman áhorfendatölur hjá öllum liðum í deildinni og stuðningsmenn Þór/KA voru mun duglegri að mæta á völlinn en stuðningsmenn annara liða. Stuðningsmenn Þór/KA voru valdir stuðningsmenn ársins í deildinni.

Þór/KA stelpur spiluðu samtals 9 heimaleiki í sumar og áhorfendafjöldinn því að meðaltali 561 á hverjum leik. Breiðablik sem varð í öðru sæti deildarinnar var með næst flesta áhorfendur að 2772 sem gerir 346 að meðaltali. Hafa ber í huga að hjá Breiðablik eru þessar tölur úr 8 leikjum en hjá Þór/KA úr öllum 9 heimaleikjum í deildinni.

Valur er í þriðja sætinu með 191 og Fylkir í því fjórða með 190. Það lið sem hafði fæsta áhorfendur er Haukar en þar voru aðeins 80 áhorfendur að meðaltali.

Þór/KA skaraði fram úr á mörgum sviðum þetta sumarið en Páll tók eftirfarandi lista saman á thorsport.is:

Íslandsmeistarar 2017 – Íslands- og bikarmeistarar í 2. flokki – besta þjálfarateymið – markadrottningu mótsins – besta leikmann mótsins að mati leikmanna deildarinnar – bestu stuðningsmennina – flesta áhorfendur – flesta áhorfendur á einstaka leik – bestu umgjörðina – oftast í beinni í sjónvarpinu – bestu styrktaraðilana.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó