NTC

Flæðir inn í minnst sex hús á SiglufirðiMynd: Eva Björk Benediktsdóttir

Flæðir inn í minnst sex hús á Siglufirði

Dæla bilaði í fráveitukerfinu á Siglufirði í nótt á meðan úrhellisrigningu stóð. Flætt hefur inn í minnst sex hús í bænum. Verið er að vinna í að gera við dæluna sem er á Eyrinni á Sigufirði.

Mynd: Eva Björk Benediktsdóttir

Dælubílar frá Fjallabyggð, Akureyri og Dalvík eru á staðnum. Í samtali við RÚV sagði Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar: „Það eru að byrja að fyllast brunnar líka við Eyrarflöt sem er syðst í bænum. Þar eru dælur í fráveitukerfinu sem virðast ekki hafa undan þessu mikla vatnsmagni. Því miður virðist bara vera að bæta frekar í úrkomuna heldur en að draga úr henni.“

Lesið nánar á RÚV.is

Sambíó

UMMÆLI