Fjórir skólar á Akureyri hlutu viðurkenningu UNICEF

Fjórir skólar á Akureyri hlutu viðurkenningu UNICEF

Miðvikudaginn 15. nóvember var haldið í Brekkuskóla fjölmennt námskeið um skóla- og frístundastarf í þágu réttinda barna. Starfsfólk UNICEF skipulagði námskeiðið sem haldið var í samstarfi við fræðslu- og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar. Námskeiðið var sérstaklega ætlað kennurum og starfsfólki í skólum og frístundastarfi Akureyrarbæjar. Námskeiðið var mjög vel sótt, en um 70 starfsmenn tóku þátt í deginum.

Daginn áður hlutu fjórir skólar á Akureyri viðurkenningu sem Réttindaskólar UNICEF, en það eru Leikskólinn KlappirLeikskólinn IðavöllurNaustaskóli og loks Giljaskóli sem stóðst endurmat, en skólinn hlaut sína fyrstu viðurkenningu sem Réttindaskóli fyrir þremur árum.

Í Réttindaskólum og -frístundastarfi sem viðurkennt er af UNICEF er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lagður til grundvallar í allri stefnumótun og starfsháttum skóla og frístundastarfs. Áherslan er á að starfsfólk skóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva þekki, skilji og virði réttindi barna. Þar læra börn um réttindi sín, rödd þeirra fær að heyrast og þau nýta hana til áhrifa og breytinga. Til þess að þetta verði að veruleika þarf að búa til öruggt umhverfi í skóla- og frístundastarfi sem styður við réttindi allra barna.

Nánar á vef Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó