Fjórir árekstrar í gærkvöldi vegna hálku

Fjórir árekstrar í gærkvöldi vegna hálku

Það fór sennilega ekki framhjá Akureyringum í gær þegar fyrsta alvöru snjókoma vetrarins lét sjá sig. Götur Akureyrar urðu fljótt hvítar með tilheyrandi umferðaróhöppum. Í kjölfarið urðu fjórir árekstrar á Akureyri í gærkvöldi frá kvöldmatarleyti til miðnættis. Í öllum tilfellum var um minniháttar óhöpp að ræða sem má líklega rekja til hálku á vegum bæjarins. Sem betur fer slasaðist enginn.

Lögreglan hvetur fólk til að fara varlega í umferðinni í dag.

Sjá einnig: 

Verðkönnun: 19% verðmunur á umfelgun á dekkjaverkstæðum Akureyrar

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó