Þrír íþróttamenn úr KFA og ein íþróttakona úr UFA hafa verið valin í landslið Íslands í frjálsum íþróttum fyrir árið 2018.
Þetta eru þau Andri Fannar Gíslason, Bjarki Gíslason, Bjartmar Örnuson og Hafdís Sigurðardóttir. Andri Fannar kemur úr KFA og mun keppa í Fjölþraut og Tugþraut. Bjarki Gíslason kemur einnig úr KFA og keppir í stökkgreinum með áherslu á stangarstökk.
Bjartmar , einnig úr KFA, keppir í langhlaupi. Þá kemur Hafdís Sigurðardóttir inn fyrir hönd UFA og mun keppa í langstökki. Hafdís átti sterka innkomu á Meistaramóti Íslands innanhúss nýverið eftir að hafa verið frá keppni undanfarið ár.
Þessir akureyrsku íþróttamenn munu því taka þátt í verkefnum landsliðs Íslands, eftir vali og lágmörkum í hvert verkefni um sig á árinu.
UMMÆLI