Fjórir Akureyringar í 28 manna hópi Geirs

Geir Guðmundsson

Geir Sveins­son landsliðsþjálf­ari í hand­knatt­leik er bú­inn að til­kynna 28 manna leik­manna­hóp sem hann mun síðan velja úr fyr­ir Evr­ópu­mótið í Króa­tíu í næsta mánuði.

Fjórir Akureyringar eru á meðal leikmanna í hópnum en þetta eru þeir Arnór Atlason sem leikur með Aalborg í Danmörku, Arnór Þór Gunnarsson sem leikur með Bergischer í Þýskalandi, Geir Guðmundsson sem leikur með Cesson Rennes í Frakklandi og Atli Ævar Ingólfsson sem leikur með Selfossi.

Arnór Atlason hefur ekki verið með í undanförnum verkefnum en er valinn í hópinn að þessu sinni.

Ísland leik­ur í riðli með Króa­tíu, Svíþjóð og Serbíu en riðil­inn sem Ísland spil­ar í verður spilaður í Split.

Leik­manna­hóp­ur­inn lít­ur svona út:

Markverðir:
Björg­vin Páll Gúst­afs­son, Hauk­um
Hreiðar Levý Guðmunds­son, Gróttu
Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV
Ágúst Elí Björg­vins­son, FH

Aðrir leik­menn:
Kári Kristján Kristjáns­son, ÍBV
Aron Pálm­ars­son, Barcelona
Rún­ar Kára­son, Hanno­ver-Burgdorf
Ásgeir Hall­gríms­son, Ni­mes
Arn­ór Atla­son, Aal­borg
Guðjón Val­ur Sig­urðsson, Rhein-Neckar Löwen
Ólaf­ur Andrés Guðmunds­son, Kristianstad
Arn­ór Þór Gunn­ars­son, Berg­ischer
Ró­bert Gunn­ars­son, Aar­hus
Arn­ar Freyr Arn­ars­son, Kristianstad
Stefán Rafn Sig­ur­manns­son, Pick Sze­ged
Geir Guðmunds­son, Ces­son Renn­es
Bjarki Már Elías­son, Füch­se Berl­in
Bjarki Már Gunn­ars­son, Stjörn­unni
Ómar Ingi Magnús­son, Aar­hus
Jan­us Daði Smára­son, Aal­borg
Theo­dór Sig­ur­björns­son, ÍBV
Atli Ævar Ing­ólfs­son, Sel­fossi
Daní­el Þór Inga­son, Hauk­um
Ólaf­ur Gúst­afs­son, Kol­d­ing
Óðinn Þór Rík­h­arðsson, FH
Ýmir Örn Gísla­son, Val
Gísli Þor­geir Kristjáns­son, FH
Elv­ar Örn Jóns­son, Sel­fossi

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó