Strætisvagnar Akureyrar fengu á dögunum afhentan nýjan strætisvagn sem er sá fjórði í flotanum sem gengur fyrir metangasi. Með tilkomu strætisvagnsins er yfir helmingur af eknum kílómetrum strætó og akstursþjónustu sveitarfélagsins á metani. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.
Kaup á nýjum strætisvagni voru boðin út síðasta vetur og í kjölfar þess samþykkti umhverfis- og mannvirkjaráð tilboð Kletts um kaup á vagninum fyrir rúmar 42 milljónir króna.
Áfram er stefnt að því að endurnýja bílaflotann með umhverfisvænum hætti, ýmist með metani eða rafmagni.
UMMÆLI