Um það bil fjórði hver Akureyringur hefur tekið flugið með flugfélaginu Niceair, að öllum aldurshópum meðtöldum. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsóknar á samfélagslegum áhrifum af beinu millilandaflugi á Akureyri sem stýrt er af Þóroddi Bjarnasyni, rannsóknarprófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
„Stofnun Niceair er ein áhugaverðasta nýsköpunin á sviði byggðamála á Íslandi á síðari árum. Í Evrópu eru ýmis dæmi um að aðilar í heimabyggð hafi stofnað flugfélög til að tengja stærri bæi og smærri borgir betur við umheiminn. Þessi félög eru með eina eða tvær leiguvélar í rekstri og fljúga yfirleitt til einnar stórborgar og svo til ýmissa sólarstranda,“ segir Þóroddur Bjarnason í samtali við akureyri.net.
Niðurstöður Þórodds sýna að á fyrstu sjö mánuðum Niceair fóru um níu þúsund manns í tæplega nítján þúsund ferðir milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, Berlínar, Edinborgar og Tenerife. Um það bil þrír af hverjum fjórum farþegum flugfélagsins voru Akureyringar eða aðrir Eyfirðingar.
Nánar á akureyri.net.
UMMÆLI