Fjórar konur úr Þór/KA hafa verið valdar í lið ársins úr Pepsi deild kvenna hjá Fótbolta.net. Þetta eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Sandra María Jessen og Sandra Stephany Mayor.
Þór/KA sem enduðu í öðru sæti Pepsi deildarinnar eiga næst festa fulltrúa í liðinu á eftir Íslandsmeisturum Breiðabliks sem eiga sex fulltrúa í liðinu. KR eiga svo einn fulltrúa.
Sjá einnig: Sandra María Jessen valin best í Pepsi deild kvenna
Hér að neðan má sjá umsagnir um leikmenn Þór/KA sem komust í liðið. Smelltu hér til þess að sjá liðið í heild sinni á Fótbolta.net.
Arna Sif Ásgrímsdóttir – Þór/KA
Arna Sif er komin aftur heim og var frábær fyrir öflugt lið Þórs/KA. Stórkostleg í loftinu og mikill leiðtogi í hjarta varnarinnar. Skoraði fjögur mörk, mest allra varnarmanna.
Anna Rakel Pétursdóttir – Þór/KA
Anna Rakel heldur áfram að blómstra og lék glimmrandi vel, bæði í stöðu vinstri vængbakvarðar og inni á miðjunni fyrir Þór/KA. Er með einn besta fótinn í deildinni og lagði upp sex mörk fyrir liðsfélaga sína.
Sandra María Jessen – Þór/KA
Enn eitt fantagott sumar hjá Söndru Maríu sem var dugleg að skora fyrir norðankonur. Sýndi líka hvers megnug hún er varnarlega, sérstaklega í Evrópuleikjunum gegn Wolfsburg þar sem hún fór fyrir sínu liði í virkilega krefjandi verkefnum.
Sandra Stephanie Mayor – Þór/KA
Þriðja tímabilið hjá Söndru á Íslandi og þriðja árið í röð í úrvalsliði Fótbolta.net! Er alltaf tekin föstum tökum og er sá leikmaður í deildinni sem oftast er brotið á. Endar engu síður næstmarkahæst í deildinni með 15 mörk skoruð og átta stoðsendingar. Mikil gæfa fyrir íslenskan fótbolta að hafa fengið Söndru hingað til lands.
UMMÆLI