Fjórar úr KA/Þór og þjálfarinn í úrvalsliði fyrri hlutans

Fjórar úr KA/Þór og þjálfarinn í úrvalsliði fyrri hlutans

Þær Matea Lonac, Ásdís Guðmundsdóttir, Rut Jónsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru allar í úrvalsliði fyrstu til sjöundu umferðar í Olís deild kvenna í handbolta.

Sjá einnig: Ásdís og Rut í landsliðshóp

Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór valinn þjálfari umferðanna og þá var Rut Jónsdóttir valin leikmaður umferðanna. Sannarlega frábær viðurkenning fyrir glæsilega spilamennsku liðsins það sem af er vetri.

Liðið er á toppnum í Olís-deildinni ásamt Fram með 12 stig eftir fyrstu átta umferðir deildarinnar en úrvalsliðið er einungis valið fyrir fyrstu sjö umferðirnar. KA/Þór hafa unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik.

https://www.instagram.com/p/CLKYaquLwr7/?utm_source=ig_web_copy_link
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó