NTC

Fjórar nýjar hleðslustöðvar á Akureyri

Fjórar nýjar hleðslustöðvar á Akureyri

Fallorka opnaði nýlega fjórar nýjar hleðslustöðvar fyrir rafbíla á Akureyri. Tvær stöðvar eru við Ráðhúsið, ein við Sundlaug Akureyrar og ein við Amtsbókasafnið. Í september býður Fallorka 50% kynningarafslátt á nýju stöðvunum.

Verkefnið er hluti af styrkúthlutun Orkusjóðs og er samstarfsverkefni Fallorku, Vistorku, Norðurorku og Akureyrarbæjar. Um er að ræða fjórar stöðvar þar sem samtals átta bílar geta hlaðið á sama tíma.

Á vef Vistorku segir að mikil aukning hafi verið á fjölda rafbíla á Íslandi undanfarin misseri og eru þessar hleðslustöðvar því kærkomin viðbót við hleðslustöðvaflóru bæjarins. Auk þess sem þær munu nýtast vel fyrir þá ferðamenn sem hingað sækja á rafbílum. 

Á Akureyri eru hleðslustöðvar fyrir rafbíla nú á tíu stöðum og eru fleiri væntanlegar á næstu misserum. Á vefsíðunni plugshare.com er hægt að skoða myndrænt staðsetningu hleðslustöðva í sínu nágrenni.

Listi yfir hleðslustöðvar á Akureyri:  

StaðsetningRekstraraðiliHleðslugetaStaða
Skíðasvæðið HlíðarfjalliOrkusalan / Stoppu stuð22kWTil staðar
Skrifstofa Orkusölunnar Óseyri 9Orkusalan / Stoppu stuð2 x 22kWTil staðar
Norðurorka bílastæði Ísorka2 x 22kWTil staðar
Icelandair hótel Þingvallastræti 23ON hlaða2 x 22kWTil staðar
Menningarhúsið Hof Strandgötu 12ON hlaða150 eða 2 x 75 kW og 62,5 kWTil staðar og fleiri stöðvar væntanlegar
Glerártorg ON hlaða50kWTil staðar og fleiri stöðvar væntanlegar
Byko Óðinsnesi 2 ON hleðsla2 x 22 kWTil staðar
Norðurtorg Tesla(4-8) x 250 kWVæntanlegar sumar 2021
Sundlaug Akureyrar Skólastíg Fallorka 2 x 22 kWTil staðar
Amtsbókasafnið Brekkugötu 17 Fallorka 2 x 22 kWTil staðar
Ráðhúsið á Akureyri Geislagötu 9 Fallorka 2 x 22 kWEin til staðar og önnur væntanleg sumar 2021
Akureyrarflugvöllur – –Hleðslustöðvar áformaðar fyrir árið 2023

Á nýrri vefsíðu Vistorku má finna frekari upplýsingar um rafbíla og vistvænar samgöngur á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI