Daniele Mario Capriotti og Erla Bjarný Jónsdóttir, landsliðsþjálfarar U-16 ára landsliðs kvenna, völdu nýverið lokahóp fyrir undankeppni EM sem fram fer í Kaupmannahöfn síðar í þessum mánuði.
Skemmst er frá því að segja að KA á flesta fulltrúa allra félagsliða á landinu því alls eru fjórar stelpur úr KA en alls eru 12 stelpur valdar í hópinn.
Þetta eru þær Sóley Karlsdóttir, Ninna Rún Vésteinsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir, Andrea Þorvaldsdóttir
Ísland mun leika gegn Danmörku og Finnlandi í þessari undankeppni fyrir EM en leikin verður tvöföld umferð og leika stelpurnar því fjóra leiki dagana 19.-21.desember.
UMMÆLI