Það verður sannkölluð fjölskylduskemmtun í Samkomuhúsinu laugardaginn 3. september þegar leikararnir Halli og Gói, ásamt Jóni Ólafssyni, flytja lög úr barna- og fjölskylduleiksýningum.
Samkomuhúsið skipar stóran sess hjá leikurunum sem stigur þar sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi. Nú ætla þeir, ásamt Jóni, að skemmta krökkum á öllum aldri með lögum úr leiksýningum og jafnvel lögum sem þeim finnst að eigi að vera í barnaleikritum en eru það ekki. Auk þess munu þeir segja sögur á milli laga, sannar og ósannar.
Miðasala fer fram á mak.is.
UMMÆLI