Fjölmargar fjölskyldur á Akureyri í vandræðum – Óska eftir matargjöfum til að anna eftirspurnMynd: Akureyri.is/Akureyrarstofa

Fjölmargar fjölskyldur á Akureyri í vandræðum – Óska eftir matargjöfum til að anna eftirspurn

Facebook-hópurinn Matargjafir Akureyri og nágrenni er hópur sem hjálpar fjölskyldum sem hafa lítið milli handanna um jólin. Það eru þær Sunna Ósk og Sigrún Steinarsdóttir sem halda úti síðunni og sjá um að taka á móti framlögum og dreifa til þeirra sem eiga lítið yfir hátíðarnar. Þessi síða hefur hjálpað ótrúlega mörgum í gegnum árin og unnið ómetanlegt starf fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda. Síðan er starfrækt allt árið en sérstaklega margar fyrirspurnir berast á þessum árstíma.

Eiga í miklum vanda með að afgreiða þær beiðnir sem hafa borist

Nú biðla stjórnendur síðunnar til allra sem eru aflögufærir með einhvern mat, kjöt, meðlæti, bónuskort eða innlegg á reikninginn að leggja þessu óeigingjarna starfi lið. Ótrúlega margir hafa haft samband og óskað eftir matargjöfum en þeim hefur ekki borist næg framlög til að svara eftirspurn.

,,Við eigum í miklum vanda með að ná að afgreiða þær beiðnir sem eru að koma inn. Enn bætast fjölskyldur við á jólalistann og við eigum lítið sem ekkert. Ef þið eruð aflögufær með kjöt, meðlæti,bónuskort eða innlegg á reikninginn þá er það meira en vel þegið. Vonandi náum við að afgreiða alla sem til okkar leita. Stöndum nú saman svo allir fái Gleðileg jól,“ segir Sigrún, einn stjórnandi Matargjafir á Akureyri og nágrenni.

Fólk getur ýmist lagt málefninu lið með því að gefa mat, gjafabréf í matvöruverslanir eða lagt inn á matargjafareikninginn.
Reiknisnúmerið á matargjafareikningum er:
1187 -05-250899 og kennitala 6701170300

Vilt þú leggja málefninu lið? Þú getur skráð þig í facebook-hópinn hér. 

Tengdar fréttir

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó