36 einstaklingar eru nú í einangrun vegna Covid-19 smits á Norðurlandi eystra. 177 einstaklingar eru í sóttkví á svæðinu. Þessar tölur eru samkvæmt nýjustu upplýsingum á covid.is í dag.
Það hefur því fjölgað um sex í einangrun frá því í gær þegar 30 voru í einangrun á Norðurlandi eystra. Samtals hefur fjölgað um 10 einstaklinga frá því á mánudag.
Alls greindust 45 með kórónuveiruna innanlands í gær.
Fréttin hefur verið uppfærð. Áður kom fram að fjölgun smita frá gærdeginum hefði verið 10, það var ekki rétt.