Flugfélagið Ernir mun bjóða upp á flug milli Húsavíkur og Reykjavíkur á laugardögum í vetur. Flugfélagið hefur ákveðið að hefja áætlunarflug á laugardögum til þess að auka þjónustu við flugfarþegar og þá sem flytja vöruru með flugfélaginu.
Hingað til hefur Ernir flogið alla aðra daga vikunnar.Byrjað verður að fljúga á laugardögum, laugardaginn 14. október og hafa ferðirnar nú þegar verið settar í sölu á ernir.is.
Á framsyn.is kemur fram að stéttarfélög fagni þessari ákvörðun og að flugfélagið hafi unnið vel með heimamönnum varðandi flugsamgöngur. „Þrátt fyrir að tvö áætlunarflug séu nánast daglega til Húsavíkur á vegum flugfélagsins hefur félagið brugðist vel við þessum aðstæðum og flogið allt að fimm sinnum til Húsavíkur á dag þar sem mikil eftirspurn hefur verið eftir flugi milli þessara áfangastaða.“
Áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur hófst árið 2012.
UMMÆLI