Fjóla og Ívar eignuðust son

Fjóla og Ívar eignuðust son

Fjóla Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­andi hlaðvarps­ins Eig­in kon­ur, og knatt­spyrnumaður­inn Ívar Örn Árna­son eignuðust son 9. janú­ar síðastliðinn. Þau greindu frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram en drengurinn er fyrsta barnið sem þau eignast saman.

Fjóla og Ívar eru búsett á Akureyri en Ívar er lykilmaður í knattspyrnuliði KA. Fjóla spilaði áður fótbolta með Fram í Reykjavík og þegar þau greindu frá því að þau ættu von á barni sam­an í júní á síðasta ári gerðu þau það með frumlegri færslu á Instagram:

„Fé­lag­skipta­glugg­inn opnaði fyrr í H3 og við höf­um gert 18 ára samn­ing við mjög efni­leg­an leik­mann sem kem­ur til leiks snemma í janú­ar. Ekki er vitað um þyngd, hæð né kyn leik­manns­ins eins og stend­ur en fleiri upp­lýs­ing­ar verða til­kynnt­ar seinna,“ skrifuðu þau þá.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó