Fjögurra mánaða gamall drengur greindist með COVID-19 sjúkdóminn á Akureyri í síðustu viku. Drengurinn var lagður inná sjúkrahúsið á Akureyri eftir slæmt hóstakast í gær en var útskrifaður í dag. Móðir drengsins er með hann á brjósti en er sjálf ekki smituð. Ekki liggur fyrir hvernig drengurinn smitaðist, en eldri bróðir drengsins hafði veikst 6. mars og verið mikið lasinn. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.
„Hann var með þurran hósta og mjög slappur, svitnaði alveg svakalega mikið og var vansæll. Hann var lagður inn vegna þess að hann fékk mjög slæmt hóstakast, blámakast svokallað, þar sem hann blánaði allur upp og við vildum fylgjast með súrefnismettun eftir það. Það kom allt saman vel út,“ segir móðir drengsins í viðtali við RÚV.
UMMÆLI