Fjögur úr KA og KA/Þór í A-landsliðumMynd: KA.is

Fjögur úr KA og KA/Þór í A-landsliðum

Óðinn Þór Ríkharðsson, Rakel Sara Elvarsdóttir, Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir hafa verið valin í A-landslið Íslands í handbolta sem leika mikilvæga leiki á næstunni.

Karlalandsliðið mætir Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 13.-16. apríl og kvennalandsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í undankeppni EM 2022 dagana 20.-23. apríl.

„Það er náttúrulega bara frábært að við í KA og KA/Þór eigum alla þessa fulltrúa í A-landsliðunum og óskum við þeim innilega til hamingju með valið sem og góðs gengis, áfram Ísland,“ segir í tilkynningu á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó