NTC

Fjarskipti á norðausturlandi uppfærð til framtíðar

Fjarskipti á norðausturlandi uppfærð til framtíðar

Míla hefur stórbætt fjarskiptakerfi sín á norðausturhorni landsins með nýju ljósbylgjukerfi (DWDM), sem kemur til með að uppfylla bandvíddarþarfir íbúa á svæðinu til lengri tíma með öflugu stofnneti. Kerfið var gangsett í síðustu viku eftir mikla vinnu og stendur nú fjarskiptafélögum til boða. Ljósbylgjukerfið er auðvelt að stækka eftir þörfum og mun mæta bandvíddareftirspurn til lengri tíma.

„Við erum að sjá til þess að bandvíddarþörfum íbúa á norðausturhorninu verði mætt til lengri tíma með því að fjárfesta í nýjum búnaði sem tryggir örugg fjarskipti þar,“ segir forstjóri Mílu Erik Figueras Torras. „Það gleður mig að geta boðið upp á 10x ljósleiðaratengingar á Húsavík, sem er tíföldun á því sem áður var í boði á svæðinu og mun skipta samfélagið sköpum fyrir nýsköpun, framþróun og lífsgæði.“

Nethraði stofnneta margfaldast með þessum nýja búnaði og skalast talsvert langt upp á við. Sá nethraði kemur til með að nýtast öllum íbúum, stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu og opnar á nýja möguleika eins og 10x ljósleiðaratengingar á Húsavík. Samhliða þessu verkefni hefur Míla unnið að uppbyggingu IP/MPLS kerfis á norðausturhorninu sem mun auka öryggi fjarskipta á öllu svæðinu. Uppfærslan eykur seiglu fjarskiptakerfsins á svæðinu við alvarlegar raskanir eins og náttúruhamfarir og ofsaveður.

Leggurinn á milli Akureyrar og Húsavíkur er beinn og er um 90 kílómetrar að lengd. Leggurinn á milli Húsavíkur og Egilsstaða er í þremur hoppum frá Húsavík að Þórshöfn, frá Þórshöfn að Vopnafirði og svo þaðan til Egilsstaða.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó