Benedikt Jóhannesson, fjármálaráherra telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng hafi verið vanmetinn frá upphafi. Hann vill þó að göngin verði kláruð því ókláruð skili þau engum tekjum. Frá þessu greinir fréttastofa Rúv í dag.
Ríkisstjórnin samþykkti svo í gær að veita framkvæmdinni lán sem nemur 4,7 milljörðum. Á þessum sama ríkisstjórnarfundi var jafnframt ákveðið að rannsaka hvers vegna framkvæmdin hefur farið svo langt fram úr kostnaðaráætlun.
„Ef við myndum hætta núna þá fengjum við engar tekjur og stæðum bara uppi með tapið en það virðist vera þannig eða mjög vafasamt hvort þessi göng muni bera sig miðað við raunveruleikann,“ sagði Benidikt í samtali við Rúv.
UMMÆLI