beint flug til Færeyja

Fjarkinn opnar á morgun

Stólalyftan verður opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 6. júlí til 26. ágúst 2018

Mynd: Kristján Bergmann Tómasson / hlidarfjall.is

Á morgun föstudaginn 6. júlí opnar stólalyftan Fjarkinn í Hlíðarfjalli, um sumaropnun er að ræða og verður lyftan opin í allt sumar föstudaga, laugardaga og sunnudaga.
Lyftan verður opin þessa daga frá kl. 10 til 17 og kostar farið 1.000 kr. á mann. Hægt verður að kaupa dags, helgar og sumarpassa einnig.

Með þessu móti opnast enn fleiri tækifæri til útivistar í Hlíðarfjalli á sumrin en þar er nú þegar góð aðstaða bæði fyrir hjóla- og göngufólk. Hjólafólk getur tekið hjólið með sér í lyftuna

Verðskrá:

1.000 ferðin
4.000 dagurinn
10.000 helgin
25.000 sumarið

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó